7_24_14_Andrea_ElNinoJJAimpacts_1050_645_s_c1_c_c

Veðurfyrirbærið El Niño er mætt aftur eftir næstum því árshlé samkvæmt tilkynningu frá bandarísku hafrannsóknarstofnunni (NOAA). Talið er að það muni vara út sumarið en muni þó ekki hafa jafnmikil áhrif og oft áður.

El Niño kemur til vegna óvenju hás hitastigs í miðju og austanverðu Kyrrahafi og getur valdið öfgafullum breytingum í veðri, til dæmis hafði El Niño gríðarmikil áhrif á veðurfar á árunum 1997 og 1998. El Niño er talið atburður þegar yfirborðshitastig sjávar er meira en 0,5°C yfir meðallagi. Hitastig sjávar hefur nokkrum sinnum náð þessu marki á undanförnum mánuðum. Þegar metið er hvort um El Niño sé að ræða er einnig horft til breytingar í loftslagsmynstrum, líkt og veikari staðvinda á svæðinu.

Þrátt fyrir að El Niño virðist vera vægt í þetta skiptið telja vísindamenn að það gæti orðið til þess að 2015 mælist sem heitasta ár síðan mælingar hófust.

Fyrir sólþyrsta Íslendinga gæti verið sniðugt að skoða kortið hér að ofan þegar áfangastaður fyrir sumarfrí er ákveðinn.