Mynd: WWF

Kaliforníuhnísan (e. vaquita) færist nær útdauða samkvæmt nýju stofnstærðarmati. Í fyrra var talið að allt að 30 einstaklingar af tegundinni væru eftir í heiminum en nú bendir allt til þess að þær séu færri og er talið að tegundin telji nú aðeins um 12 dýr. Frá árinu 1997 hefur tegundin hnignað hratt en þá stóð stofninn í hátt í 570 einstaklingum.

Ástæðuna fyrir þessa hröðu hnignum má rekja til þess að búsvæði tegundarinnar eru þau sömu og totoaba fisksins sem er eftirsóttur í ólöglegum veiðum. Við veiðar á honum flækjast Kaliforníuhnísur gjarnan með í netin. Það er sundmagi totoaba fisksins sem er eftirsóttur og er hann nýttu í kínveskri læknisfræði.

Kaliforníuhnísan er minnsta hvalategund heims og sú sem er í hvað mestri útrýmingarhættu. Líkt og nafnið gefur til kynna eru heimkynni Kaliforníuhnísunnar efst í Gulf of California en tegundin halda sig almennt nærri landi þar sem hún étur smáa fiska.