jpg

Plastmengun í hafinu er sívaxandi vandamál sem hefur víðtæk áhrif á lífríki sjávar. Fyrirtækið Adidas ásamt samtökunum Parley for the Oceans sáu þó tækifæri í ruslinu og framleiða nú íþróttskó úr plastrusli úr hafinu. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á plastmengunarvandanum og hvernig má finna leiðir til að nýta það fremur en að menga náttúruna með því.

Um miðjan nóvember hefur Adidas sölu á 7.000 íþróttaskóm úr endurunnu plasti. Um 95% af efra lagi skónna verður úr endurunnu plasti sem fjarlægt var úr hafinu nærri Madíveyjum. Aðrir hlutar skónna verða einnig úr endurunnum efnum að sögn fyrirtækisins.

Adidas segist í framhaldinu ætla að framleiða eina milljón skópara úr plastirusli árið 2017 og er lokamarkmið fyrirtækisins að hætta alfarið notkun nýs plast í framleiðslu sinni.

Hér að neðan má sjá myndir af skónum og geta áhugasamir fjárfest í pari á tæpar 25 þúsund krónur þegar þeir koma á markað.

jpg

jpg-1

jpg-2