2536056750_bb7a2858d8_o

Vísindamenn telja að áður óþekkta hvalategund sé að finna við Suðurskautslandið. Rannsóknarskip á svæðinu hefur mælt hvalahljóð sem aldrei hefur heyrst áður 1.000 sinnum í 14 mismunandi mælingum. Grein með niðurstöðunum hefur verið birt í tímaritinu Marine Mammal Science.

Talið er, út frá hljóðinu, að hvalurinn sé svínhveli (Ziphiidae) en þau eru sjaldséð vegna lifnaðarhátta sinna og gæti það útskýrt hvers vegna enginn hefur greint tegundina áður. Hljóðið sem hvalurinn gefur frá sér hefur svipaða tíðni og hjá öðrum svínhvelum en er þó ólíkt því sem vísindamenn hafa áður heyrt.

Ekki er útilokað að hljóðið komi frá áður þekktri tegund sem hefur hreinleg ekki mælst fyrr og mun þurfa frekar rannsóknir til að skera úr um það.