img_full_60515

Á undanförnum árum hefur hægst á hlýnun jarðar. Þetta hefur vakið upp spurningar um það hversu áreiðanleg módel fyrir hnatthlýnun eru í raun og veru og hvort hnatthlýnun sé eins alvarleg og talið hefur verið.

Í grein, sem birt var í tímaritinu Science í síðustu viku, benda vísindamenn við háskólann í Minnesota á að um “falskt hlé” í hlýnunni gæti verið að ræða. Þeir telja að náttúruleg hringrás í Kyrrahafi og Atlantshafi hafi haft þau áhrif að heildarhitastig sé lægra en það væri ef ástand væri stöðugt. Vísindamennirnir búast við því að þessi þróun muni snúast við á næstu áratugum og hraðast muni á hnatthlýnun á ný.

Rannsóknin byggðist á því að skoða gögn byggð á athugunum og stórt safn loftslagsmódela til að meta loftslagsbreyting á norðuhveli jarðar á síðustu 150 árum. Rannsóknarhópurinn tók eftir því að sveiflur í yfirborðshitastigi í Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi (e. Pacific Decadal Oscillation og Atlantic Multidecadal Oscillation) hafa verið samfara hitastigsbreytingum nokkrum sinnum á tímabilinu og gögnin benda til þess að það sé það sem er að eiga sér stað núna.

Steinman, einn höfundundur greinarinnar, hafði eftirfarandi að segja um málið þegar hann ræddi við The Guardian á dögunum:

“Ég held að það sem er líklega það mikilvægasta sem fólk þarf að skilja er að loftslagskerfi eru að ákveðjnu leiti tilviljanakennd. Hægagangurinn undanfarið dregur engan vegin úr þeirri hugmynd að áframhaldandi notkun á jarðefnaeldsneyti muni hækka hitastig jarðar og setja verulega birgði á samfélög manna.“

Ekki er vitað hvenær þessi þróun muni snúast við en vísindamenn búast við því að þegar það gerist muni hröðun á hlýnun jarðar geta haft alvarlegar afleiðingar.

Greinina á heimasíðu Science hér.