global-warming-2100

Hnattræn hlýnun hefur margvísleg áhrif á umhverfið.

Í nýrri grein sem birt var í the Philosophical Transactions of the Royal Society er varað við því að ein váin sem steðjar að mönnum vegna hlýnunar jarðar sé fjöldi smitsjúkdóma. Hlýrra lofslagi fylgir breyting á búsvæðum lífvera sem verður til þess að villt dýr, búfé og menn komast í snertingu við nýja sjúkdómsvalda.

Þeir Daniel Brooks og Eric Hoberg sem skrifuðu greinina benda að auki á að breytingar á stofnastærðum búa til þrýsing á sníkjudýr til að finna sér nýja hýsla. Dæmi um þetta hafa þegar átt sér stað í Costa Rica. Þar dóu tvær apategundir út, köngurapi (spider monkey) og hettuapi (caphuchin monkey). Við útdauða þessara tegunda fóru sníkjudýr og sýklar apanna að sýkja aðra apategund sem hafði aldrei áður verið útsetti fyrir þessum sjúkdómum.

Hluti af hættunni sem fylgir þessum breytingum er auðvitað sú að ekkert ónæmi fyrir sýkingunum er til í nýju hýslunum, sem eykur álag á stofnana og heilbrigðisstofnanir, bæði manna- og dýraspítala. Breytingarnar hafa líka áhrif á þekkingu manna á þeim dýrategundum sem við umgöngumst sem mest. Á þetta sérstaklega við í samfélögum þar sem öflun matar fer aðallega fram með veiðum.

Við gætum hafa séð byrjunina á þessu vandamáli með ebólufaraldrinum sem hefur geisað síðastliðið eitt og hálft ár í Vestur-Afríku. En veiran er nú komin á svæði í Afríku þar sem hún hefur ekki valdið miklum usla áður. Aukinn tíðni ferðalaga og skjótari ferðamátar eru svo einungis til að auka á vandann, þar sem vírusinn er nú farinn að ferðast til fleiri heimsálfa.

Vandinn er margþættur og keðjuverkandi. Því er mikilvægt að gera ráðstafanir strax og reyna að sporna við þessum breytingum.

Hér er hægt að lesa meira.