Mynd: Kate Cummings
Mynd: Kate Cummings

Árið 2015 sást til Risso’s höfrungahjarðar þar sem einn kálfurinn var alveg hvítur. Ástæða litarleysisins er að öllum líkindum albínismi, eins og þekkist hjá mörgum öðrum dýrategundun, þ.m.t. manninum. Í dýraríkinu er einstaklega erfitt að lifa sem albínói þar sem dýrin nota litinn til að fela sig fyrir rándýrum sem og bráð. Risso’s höfrungarnir lifa djúpt í sjónum og því eru þeir dökkir á lit sem gerir þeim kleift að fela sig.

Það kom Kate Cummings því á óvart þegar hún sá þegar hún kom auga á hvíta höfrungakálfinn við Monterey Bay í Kaliforníu nýlega. Kálfur með þetta litarhaft er ekki bara augljós fyrir rándýrum, hann er líka augljós fyrir bráð, svo kálfurinn þarf sennilega að treysta á aðra til að hjálpa sér við fæðuöflun. Að auki geta ýmsir heilsufarskvillar fylgt albínisma, svo sem skert ónæmiskerfi og skert sjón.

Höfrungakálfurinn og mamma hans hafa nú verið merkt, af vísindamönnum við Marine Life Studies. Með því móti er hægt að fylgjast með afdrifum þessa merkilega ungviðis sem vonandi nær að lifa áfram þrátt fyrir samkeppni náttúrunnar.