Screen Shot 2016-01-27 at 20.55.35

Rhesus apar er algeng sjón á Indlandi og eru þeir þekktir fyrir að halda sig í stórum hópum sem geta talið yfir 200 einstaklinga. Það sem rhesus apar eru síður þekktir fyrir er það að mynda tengsl við aðrar dýrategundir. Einn rhesus api í borginni Erode á suður Indlandi virðist þó hafa tekið að sér munaðarlausan hvolp og eins og sjá má í myndasýningunni hér að neðan er samband þeirra ansi náið.

Apinn og hvolpurinn eyða öllum stundum saman og hefur apinn sést tína af hvolpinum flær, verja hann fyrir öðrum dýrum og bera hann á milli trjáa. Þetta óvenjulega samband hefur eðlilega vakið athygli og hafa íbúar borgarinnar útvegað mat handa þeim og fylgjast grannt með gangi mála.