Screen Shot 2015-05-15 at 21.28.56

Stór fyrirtæki geta haft mikil áhrif á umhverfið og hefur Greenpeace gefið út skýrslu á hverju ári síðan 2010 þar sem stór tæknifyrirtæki eru metin út frá umhverfisáhrifum. Í nýjustu skýrslu þeirra kemur Apple best út.

Í mati Greenpeace á því hversu umhverfisvæn fyrirtækin eru var lögð mikil áhersla á það hvernig fyrirtækin gera þjónustu sína í internetinu sem umhverfisvænasta og spilar endurnýtanleg orka stórann þátt í því. Vert er að benda á að ekki var skoðað hvernig vörur fyrirtækjanna eru framleiddar heldur var áhersla lögð á internetið.

Fimm umhverfisvænustu tæknirisarnir, samkvæmt skýrslu Greenpeace, eru eftirfarandi:

1. Apple
2. Facebook
3. Google
4. Yahoo
5. Equnix

Þau fyrirtæki sem komu illa út voru til dæmis Oracle, Amazon Web Services og ebay.

Hægt er að lesa skýrslu Greenpeace í heild sinni hér.