Mynd: Scientific Visualization Studio/Goddard Space Flight Center
Mynd: Scientific Visualization Studio/Goddard Space Flight Center

Það kemur líklega fáum á óvart að árið 2015 var það heitasta frá því að mælingar hófust árið 1880. Þetta er niðurstaða greininga sem bæði NASA og Bandarísku hafrannsóknarstofnuninni (NOAA) gerðu. Metalhitastig ársins 2015 var 0,13°C hærra en árið 2014, sem átti fyrra hitamet.

NASA hefur birt myndband sem sýnir hlýnunina frá 1880-2015 á myndrænan hátt og má sjá það hér að neðan en niðurstöður rannsóknar NASA eru byggðar á gögnum frá 6.300 veðurathugunarstöðvum um allan heim.

Niðurstöður NASA og NOAA staðfesta enn frekar að hitastig jarðar fer hækkandi en áætlað er að líkurnar á því að tvö ár í röð slái hitamet eru aðeins einn á móti 1.500 árapörum ef hlýnun jarðar á sér ekki stað. Ef árið 2016 slær einnig hitamet, líkt og búist er við, verður það í fyrsta skipti sem slíkt gerist samkvæmt Gavin Schmidt forstjóra Goddard Institute for Space Studies hjá NASA.