Mynd: ABC
Mynd: ABC

Eins og svo margir aðrir er Arnold Schwarzenegger staddur á loftslagsráðstefnunni COP21 í París þessa dagana. Schwarzenegger er líklega betur þekktur fyrir stórleik sinn í myndum á borð við Terminator en loftslagsmál en á meðan hann sinnti starfi ríkisstjóra Kaliforníu stýrði hann þó ýmsum verkefnum sem sneru að því að gera fylkið grænna.

Í vikunni birti Schwarzenegger bréf sem ber titilinn „I don’t give a **** if we agree about climate change“ á Facebook síðu sinni. Bréfinu er beint að þeim sem hafa gagnrýnt störf hans í áherslu hans á hlýnun jarðar og þeim sem trúa því ekki að hlýnun jarðar af mannavöldum sé raunveruleg. Í bréfinu bendir Schwarzenegger meðal annars á það að óháð því hvort hlýnun jarðar af mannavöldum sé raunveruleg eða ekki er ekki ásættanlegt að árlega láti 7 milljónir manna lífið af völdum mengunar. Hann spyr einnig hvort gagnrýnendur telji líklegt að framtíðar orkugjafar okkar verði kol og olía, sem ekki einungis hafa slæm áhirf á heilsu okkar heldur eru ekki endurnýtanleg auðlind og því óhjákvæmilegt að þurfi að finna aðrar lausnir í framtíðinni.

Að lokum biður hann lesendur um að nota ímyndunaraflið og sjá fyrir sé tvö herbergi. Í öðru þeirra er bensín bíll en í hinu rafmagnsbíll, báðir bílarnir eru með vélina í gangi. Inn í hvoru herberginu myndir þú vilja eyða klukkustund?

Bréf Schwarzenegger má lesa í heild sinni her að neðan.

Come with me if you want to live. Whichever side of this debate you're on.

Posted by Arnold Schwarzenegger on Tuesday, December 8, 2015