3500

Undir venjulegum kringumstæðum er Atacama eyðimörkin í Chile eitt þurrasta svæði heims en vegna El Nino hefur rignt óvenju mikið í eyðimörkinni að undanförnu. Afleiðingar þessa mikla regns eru heldur betur ánægjulegar en fjöldinn allur af malva blómum hefur sprottið upp. Yfirleitt blómstra blómin á fimm til sjö ára fresti en þau hafa sjaldan verið eins mörg og í ár, sagt er að slík sjón hafi sést í Atacama síðast fyrir nær tuttugu árum síðan.

Blómin eru ekki eina breytingin sem orðið hefur á eyðimörkinni en þeim hefur fylgt aukning á skordýrum, fuglum og eðlum í eyðimörkinni. Ljósmyndarinn Carlos Aguilar tók nokkrar myndir af eyðimörkinni og látum við þær fylgja hér að neðan. Á efstu myndinni má svo sjá hvernig er um að litast í eyðimörkinni undir venjulegum kringumstæðum.

4000

2876

3500

1600