_84624319_empirestate

Í tilefni af útkomu myndarinnar Racing Extinction þar sem vakin er athygli á dýrum í útrýmingarhættu, eru framleiðendur myndarinnar nú að varpa myndum af dýrum á eina af stærstu byggingum New York borgar, Empire State Building.

Tilgangur myndarinnar og framtaksins á Empire State er að vekja athygli á því sem er að gerast í náttúrunni, oftast af manna völdum, þar sem dýr horfast í augu við útrýmingu vegna mengunar, skorts á landsvæði, ofveiði svo dæmi séu tekin.

Að baki myndarinnar stendur fjöldi fólks, listamenn og aktívistar, sem vilja vekja athygli á málefninu. Við gerð myndarinnar hefur myndefni af dýrum í sínu náttúrulega umhverfi verið safnað héðan og þaðan úr heiminum. Myndin verður sýnd á Discovery channel þann 2. desember næstkomandi.

Áhorfendur eru hvattir til að birta myndir af fyrirbærinu með myllumerkingu #Racing Extinction og þar má nú þegar sjá margar stórfenglegar myndir.

Hægt er að lesa umfjöllun BBC um málið hér og IFLScience hér en myndin hér að ofan er fengin af vef BBC.