zzIVGU5

Rannsóknir á magni kvikasilfurs í fuglum á norðurslóðum hefur leitt í ljós að magn þess hefur aukis um 45-falt á síðustu 130 árum. Grein þess efnis var birt í Proceedings of the Royal Society of London nýverið.

Rannsóknarteymi við háskólann í Saskatchewan í Kanada segir kvikasilfur, sem er taugaeitur, í fuglum, fiskum og spendýrum á norðurslóðum vera að aukast vegna aukinnar loftslagsmengunar. Þeir hafa notað ísmáf (Pagophila eburnea) sem viðmiðunartegund í þessu samhengi og sýna niðurstöður þeirra fram á að kvikasilfursmagn hefur aukist mikið án þess að breytingar hafi orðið á mataræði máfanna í þau 130 ár sem tegundin hefur verið rannsökuð.

Aukið kvikasilfursmagn hefur neikvæð áhrif á villta stofna og menn, en til dæmis getur það haft áhrif varp fugla, getu dýra til leita sér að fæðu og uppeldi afkvæma. Ef kvikasilfursmagn heldur áfram að aukast áætlar rannsóknarhópurinn að á næstu 50 til 70 árum munu ísmáfar lenda í verulegum vandræðum enda er tegundin nú þegar í útrýmingarhættu. Samkvæmt Dr. Alex Bond, sem leiddi rannsóknina, er lykilatriði að minnka kvikasilfur í andrúmsloftinu, sérstaklega með því að brenna minna af kolum.

Heimild: BBC