Í vikunni fjölluðu fjölmiðlar um álft sem sást í Garðabænum með Red Bull dós fasta á goggnum. Í þessu tilfelli fór allt vel að lokum og tókst starfsfólki Náttúrufræðistofnunar að fjarlægja dósina.

Ekki eru öll dýr jafn heppin og álftin í þessu tilfelli. Staðreyndin er sú að sorp frá mannfólki veldur fjölda villtra dýra skaða á hverju ári og getur í mörgum tilfellum leit til dauða þeirra. Meðal þeirra dýra eru albastrossar sem eiga þann vafasama heiður að vera sá hópur fugla sem innbirðir hvað mest af rusli.

Í grein sem birtist í tímaritinu Scientific Reports nýlega er fjalla um það hvaða áhrif það hefur á dánartíðni albatrossa að innbyrða plast. 

Mjúkt plast líklegra til að draga fugla til dauðan

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhópsins voru 20% líkur á dauða fugla ef þeir átu eitt plaststykki. Ef plaststykkin voru níu voru líkurnar 50% en 100% þegar stykkin voru orðin 93.

Við skoðun á dauðum fuglum var ljóst að algengast var að þeir innbyrtu hart plast. Mjúkt plast hafði aftur á móti verri afleiðingar fyrir fuglana.

Mjúkt plast taldi aðeins um 5% plaststykkja sem fuglarnir borðuðu en olli 40% dauðsfallanna. Þar á meðal voru blöðrur versti sökudólgurinn. Þær leiddu til dauða hjá nær einum af hverjum fimm fugli sem innbyrti þær.

Það sem gerir mjúkt plast á borð við blöðrur verra til inntöku en hart plast er sú staðreynd að það á ekki eins greiða leið í gegnum meltingaveginn. 

Meðal fuglanna sem skoðaðir voru var algengasta ástæða dauða stífla í meltingarvegi. Þar á eftir komu sýkingar og önnur vandamál tengt stíflum í meltingavegi.

Nauðsynlegt að draga úr plastmengun

Höfundar greinarinnar segja þessar niðurstöður skýrt merki um mikilvægi þess að draga úr plastmengun í hafinu. Sé ekkert að gert er hætt við því að viðkvæmar tegundir, á borð við albatrossa, tapist fyrir fullt og allt.