Litadýrðin sem blasir við okkur á sumrin er að stórum hluta blómunum okkar að þakka. Blómin blómstra þegar veðurskilyrðin eru hagstæð og reyna þá að laða að dýr til að flytja fyrir sig frjó, gró eða fræ á milli staða. Þar sem blómin komast ekki langt frá þeim stað þar sem þau festa rætur þá nota þau liti, lögun og oft lykt til að lokka skordýr, fugla eða önnur dýr að.

Fyrirbærið er svona líka dásamlega fallegt og í myndbandinu hér að neðan sem National Geographic birti á youtube síðu sinni, má sjá hin ýmsu blóm opna sig fyrir veröldinni.