greengreenpencil

Þegar blýantur hefur verið yddaður niður í lítinn stubb er fátt að gera í stöðunni en að henda honum í ruslið…þangað til núna. Samstarf nema og frumkvöðla í Danmörku hefur nefnilega leitt af sér blýanta sem eru þeim eiginleika gæddir að þegar þeir hafa verið notaðir til hins ýtrasta er hægt að gróðursetja stubbinn, sem inniheldur fræhylki, svo úr verður tré, blómi, kryddjurt eða grænmeti ef stubburinn fær nægilegt vatn og sólarljós. Mismunandi fræ er að finna í blýöntunum til dæmis sólblómafræ, mintufræ og jarðarberjafræ.

Blýantarnir eru gerðir úr sedrusviði sem unninn er á sjálfbæran hátt og er miðjan úr leir og ritblýi. Blýantarnir eru öruggir fyrir börn og eru eingöngu búnir til úr efnum sem eru upprunin af framleiðslusvæðinu.

Hér að neðan má sjá myndband um þessa stórskemmtilegu blýanta.