Antarctica-thumb

Áhrifa hnattrænnar hlýnunar gætir um alla jörðina. Er það hún sem veldur því til dæmis að norður heimskautið bráðnar og siglingaleiðir þar eru að opnast. Suður heimskautið hefur ekki farið varhuga af hlýnuninni, en þó hefur einn hluti Antarcticu hingað til talinn vera stöðugur, það er suður skagi Antarctica (Southern Peninsula). Nýlega birtist grein um hegðun suður skagans síðastliðin ár og verður að segjast að niðurstöðurnar voru á skjön við þá hegðun sem vísindamenn höfðu áður séð á svæðinu.

Suður skaginn hefur alveg til 2009 verið nokkuð stöðugur, sérstaklega m.t.t. annarra hluta Antarcticu. Hópur vísindamanna við University of Bristol notaðist við gögn úr gervihnöttum til að meta flatarmál og þykkt íssins á svæðinu. Gögnin sýndu stöðugleika íssins til ársins 2009 en uppúr því hefur suður skaginn tapað gríðarlegu magni af ís. Tapið samsvarar 55 milljarða lítra af vökva á ári sem fer útí hafið í kringum suðurskautið. Bráðnunin er svo mikil að smávægilegra áhrifa gætir jafnvel á þyngdarafl jarðar.

Vísindahópurinn telur skýringuna á þessum skyndilegu breytingum skagans mega rekja til hlýnunar sjávar. Engar stórvægilegar breytingar hafa orðið í veðurskilyrðum á svæðinu í kringum 2009, hins vegar hefur hlýnun jarðar á þeim tímapunkti verið farin að ná til sjávar, sem hlýnar mun hægar en til dæmis loftið. Þegar sjórinn fer að hitna breytast aðstæður þar svo hafís bráðnar hraðar og svo framvegis. Langstærstur hluti Antarcticu er jökull á sjó, svo nú gætum við átt von á hröðum breytingum við suðurskautið.

Hlýnun hafsins hefur með þessu móti afgerandi áhrif á seltu sjávar, þar sem ferskvatns-ís bráðnar útí hafið, auk þess sem hitastigið sveiflast. Við getum því einnig átt von á miklum breytingum í lífríkinu í og við sjó, sem hefur svo aftur áhrif á lífríki í landi.