Mynd: Pest world
Mynd: Pest world

Í hugum margra Íslendinga eru flugur ekki sérlega vinalegar, sérstaklega ekki flugur sem mögulega gætu stungið okkur eins og hunangsflugur eða geitungar. Hunangsflugur eru þó ekki mjög algengar á Íslandi og ef fram fer sem horfir gæti þeim fækkað enn meira.

Í rannsókn sem unnin var við University of Strathclyde í Skotlandi kemur í ljós að hunangsflugum fækkar um næstum 12% milli ára. Í rannsókninni var tölfræði safnað frá hunangsflugna bændum í 29 löndum víðs vegar um heiminn. Samtals varð 11,9% hnignun í búunum, hnignunina má þá rekja til annað hvort dauða yfir vetrartímann eða annarra vandamála tengda drottningunni, sem er höfuð búsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stofninn tekur í dýfu, en samskonar hnignun sást meðal flugnabænda í fyrra, þó ívið minni. Mesta hnignunin í ár varð á Spáni og Bretlandseyjum, en mögulega skýring á því er sú að vorið var óvenju kalt á þessum slóðum í ár. Því megum við vonandi ekki eiga von á samskonar dýfu á næsta ári.

Þó mörgum hræddum sálum gætu þótt gleðilegt að stunguhættunum fækkar þá er þetta því miður ekki svona einfalt. Hunangsflugur gegna nefnilega ekki bara mikilvægu hlutverki fyrir okkur mennina við framleiðslu á hunangi heldur hafa þær áhrif á miklu stærri hluta vistkerfisins með því að bera frjó á milli plantna. Það getur skipt miklu máli fyrir uppskeru ávaxta, korna, grænmetis og svo framvegis að nóg sé til að hunangsflugum til að færa frjóin á milli. Við vonum því að stofninn nái sér á strik á næstu árum.