Suður-Afríska borgin Cape Town gæti hlotið þann vafasama heiður að vera fyrsta stórborg heims þar sem vatn klárast. Færri en 95 dagar eru eftir af vatnsbyrgðum borgarinnar.

Mikill þurrkur hefur verið í Cape Town á síðustu þremur árum og nú er borgin komin að þolmörkum hvað vatnsbyrgðir varðar. Ekki er búist við að staðan breytist á næstunni og hafa yfirvöld því skipað íbúum að takmarka vatnsnotkun sína eins og hægt er. Í borginni búa 3,7 milljónir manns og þurfa þeir nú meðal annars að fara í eins stuttar sturtur og hægt er og sturta niður sem sjaldnast.

Ef ekkert breytist er áætlað að borgin verði vatnslaus þann 21. apríl. Verði það raunin munu íbúar þurfa a bíða í röð til að fá úthlutaðan daglegan vatnsskammt sem nemur 25 lítrum.

Ástæðu vatnsskortsins má rekja til nokkurra þátta, þar á meðal er El Nino veðurfyrirbærið, því hvernig stjórnun borgarinnar er háttað, og að sjálfsögðu hinar margumræddu loftslagsbreytingar. Ekki er ólíklegt að í náinni framtíð muni borgir í Norður Afríku og Miðausturlöndum upplifa svipaðar aðstæður vegna hækkandi hita og þurrkatímabila.