Mynd: Stanford Medicine
Mynd: Stanford Medicine

Kóralrifin hafa ekki orðið varhuga af áhrifum hlýnunar sjávar vegna almennrar hlýnunar jarðar. Mörg hver hafa hægt og rólega tapað lit sínum eða það sem verra er tapað tegundafjölbreytileika sínum og lífi. Því miður virðist hlýnun jarðar ekki vera eina ógnin við kóralrifin en nýir „dauða-blettir“ eða „dead-zones“ virðast hafa valdið miklum skaða á kóralrifjum í Karabíska hafinu.

Eitt af þekktum viðbrögðum kóralrifjanna við hækkandi hita- og sýrustigi sjávar er hvíttun lífveranna, þ.e. þær tapa litnum. Þess vegna hefur útbreidd hvíttun meðal kóralla verið skrifuð að öllu leiti á þær breytingar sem eru að verða á hitastigi jarðar. Ný rannsókn hefur þó leitt í ljós að þarna getur líka verið um að ræða súrefnislausa „dauða-bletti“ í hafinu.

„Dauðu-blettirnir“ eru eins og áður segir mjög súrefnissnauðir sem gerir það að verkum að fáar lífverur þola slíkar aðstæður. Þess vegna hvítna kórallar en aðrar lífverur eins og súrefnisóháðar bakteríur taka sér þar bólfestu, bakteríur sem lifa ekki endilega góðu lífi meðal heilbrigðra kóralla.

Þessar niðurstöður benda til þess að við höfum, vegna áhrifa hlýnunar jarðar, sofnað á verðinum gagnvart öðrum hættum sem geta steðjað að lífríki sjávarins. Þessi tiltekna ógn getur verið tilkominn vegna ýmissa þátta, m.a. mengunar vegna ofauðgunar ákveðinna lífvera á afmörkuðum stöðum. Það er því mikilvægt að fylgjast líka grant með magni súrefnis í sjónum og grípa til varúðarráðstafanna ef þarf.