Mynd: PhytpKeys
Mynd: PhytoKeys

Orkídeur eru fallegar plöntur sem telja um 3600 tegundir, þeirra á meðal má nefna vanilluplöntuna. Plönturnar eru sérstakar að því leiti að í náttúrunni lifa þær sníkjulífi sem þýðir að þær eiga mjög auðvelt með að þola harðneskjulegar aðstæður, svo sem litla vökvun og fáa sólargeisla.

Nýlega var nýjum tegundum orkídea lýst í vísindaritinu PhytoKeys. Þar er einni ansi áhugaverðri tegund lýst sem hefur hlotið nafnið Telipogon diabolicus eða djöflaokrídea. Nafnið er vísun í blóm hennar en þar er hægt að sjá móta fyrir djöfli eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Tegundin er því miður á lista yfir tegundir í útrýmingahættu en búsvæði hennar í Kólumbíu er afar lítið svæði og talið er að tegundin telji ekki 30 einstaklinga sem allir hafa fundist á sama svæðinu.