10931575_706186112813944_8657656178149829072_o

Froskategundin Rana sylvatica slær flestum við þegar kemur að kuldaþoli.

Yfir vetrartímann getur allt að 2/3 af líkamsvökva froskanna frosið. Ekki nóg með það heldur hætta þeir að anda og hjartað þeirra hættir að slá í nokkra daga, jafnvel vikur. Á meðan á þessari djúpfrystingu stendur hægist á allri líkamstarfesmi, allt frá efnaskiptum til úrgangslosunar. Þegar hlýnar í veðri vakna froskarnir síðan af dvalanum eins og ekkert hafi í skorist og geta þeir frosið á þennann hátt oftar en einu sinni yfir veturinn.

Það er svokölluð lághitaverndarefni (e. cryoprotectants) sem gera froskunum kleift að lifa frystinguna af en efnin vernda frumur við lágt hitastig. Þetta gera þau með því að lækka það hitastigið sem vefir líkamans frjósa við. Í kjölfarið myndast minni ís í líkama lífverunnar og álag á frumur og vefi minnkar.

Vísindamenn binda vonir við að frekari rannsóknir á póteinum í blóði þessara mögnuðu froska leiði til framfara á sviði líffæra ígræðsla og jafnvel geimferða.

HérHér má sjá umfjöllun Nation Geographic um málið.