ceres

Dögun, könnunarfar Nasa sem nýlega komst á braut Ceres, hefur nú tekið myndir af yfirborði plánetunnar sem gefa upplýsingar um innihald hennar. Frá þessu var greint á 015 General Assembly of the European Geosciences Union í Vín á dögunum

Ceres er dvergpláneta í stjörnubelti miðjavegu milli Mars og Júpíter. Ceres er stærsta smástirnið í beltinu eða 950 km að þvermáli.

Yfirborð Ceres er umlukið sprungum þó þær séu ekki margar mjög djúpar eins og vísindamenn bjuggust við. Um 25% massa plánetunnar er talinn vera vatn. Myndirnar sem fengist hafa með Dögun eru fengnar með tækni sem notast bæði við sjáanlegt ljós og innrautt ljós. Það sem hefur nú fangað athygli vísindamanna, og hafði áður sést með Hubble, eru svokallaðir ljósir blettir (bright spots) á plánetunni. Ekki er vitað hvert eðli blettanna er.

Mælingar dögunnar gefa til kynna að þó blettirnir séu líkir þá þurfa þeir ekki endilega að vera eins með tilliti til t.d. hitastigs. Dögun mun halda áfram að skoða yfirborð Ceres fram í júní 2016 og mun könnunarfarið þá meðal annars fara nær plánetunni og taka enn betri myndir að ljósu blettunum sem öllum leikur forvitni á að vita meira um.

Hér má fylgjast með ferðum Dögunar.