trum-eclipse

Sólmyrkvinn á mánudaginn átti hug margra og fylltust fjölmiðlar af fréttum af þessum merkilega atburði. Það sem vakti ekki síður athygli var það sem átti sér stað í Hvíta húsinu á meðan á sólmyrkvanum stóð.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að sleppa sólmyrkvagleraugunum og leit beint á sólina. Þetta er þvert á það sem ráðlagt er enda getur slíkt valdað varanlegum augnskaða og jafnvel blindu og er því afar mikilvægt að ekki sé horft beint á sólmyrkva nema með þar til gerðum sólmyrkvagleraugum.

Að sjálfsögðu fóru notendur samfélagsmiðilsins Twitter á flug í kjölfarið og tístu ýmsum bröndurum á kostnað forsetans. Brot af því best á má sjá hér að neðan.