Mynd: Melvin Nicholson
Mynd: Melvin Nicholson

Það er ekki á hverjum degi sem svona falleg náttúrufyrirbæri nást á mynd. Það sem sést á myndinni hér fyrir ofan er stundum kallað draugaregnbogi, vegna þess að þessi tegund regnboga er mun daufari en hefðbundinn regnbogi. Til að gera upplifun ljósmyndarans enn betri voru veðurskilyrði, eins og sést á myndinni, stórkostleg, nýfallinn snjór og logn.

En hvaða fyrirbæri er þetta? Þarna sjáum við öðruvísi gerð regnboga sem kallast á ensku fogbow eða þokubogi. Í því tilfelli brotnar ljósið ekki í regndropum heldur í rakanum sem myndar þoku. Þar sem vatnsdroparnir í þokunni eru mun fíngerðari en þeir sem mynda regnið verður ljósbrotið ekki jafn skýrt og þess vegna verður regnboginn daufur og reyndar hálf draugalegur.

Myndin sem við sjáum hér að ofan er fengin af heimasíðu ljósmyndarans Melvin Nicholson sem hefur myndað ógrynni af fallegum náttúrufyrirbrigðum. Við mælum með því að þið gefið ykkur tíma til að fletta í gegnum þessar fallegu myndir.