inside_yamal_hole_gv_bogoyavl

Í júlí 2014 fundust dularfullir risagígar á Yamal skaga í norður Síberíu. Nú hafa vísindamenn fundið fjóra slíka gíga í viðbót og er talið að þeira gætu verið fleiri. Íbúar svæðisins eru skelkaðir og hafa óskað eftir því að gígarnir verði rannsakaðir sem fyrst.

Rannsóknarhópur kannaði einn gíganna í nóvember í fyrra til þess að reyna að varpa ljósi á það hvers vegna hann myndaðist. Líklegast er talið að gassprenginar af völdum hita í jörðu eða hækkaðs hitastigs vegna hnatthlýnunar hafi valdið þessum óvenjulegu gígum.

Ómögulegt er fyrir vísindamenn að segja til um það hvort, hvar og hvenær næst sprenging gæti átt sér stað en rannsóknir standa yfir og stefnt er að því að koma fyrir mælum á svæðinu til að skynja jarðskjálfta.

Hægt er að lesa umfjöllun Siberian Times um málið hér.