_82546822_redfox-imag0318

Í ár eru 29 ár frá því að kjarnorkuslysið í Chernobyl átti sér stað og hefur borgin og svæðið í kring nánast verið í eyði síðan þá. Nú hefur nokkrum sjálfvirkum myndavélum hefur verið komið fyrir á svæðinu og er ætlunin að þær verið 84 seinna á árinu.

Með myndavélum er hægt að fylgjast með þeim villtu dýrum sem lifa á Chernobyl svæðinu og hafa vísindamenn nú þegar byrjað að kanna hvaða tegundir eru til staðar. Fleiri en 10.000 myndir hafa verið teknar af ýmsum dýrum og má því ætla að dýralífið sé fjölbreytt.

Stefna vísindamannanna er ekki bara að komast að því hvaða dýr eru á svæðinu heldur vilja þeir finna heppilega tegund til að setja sérútbúna kraga á sem geta mælt geislavirkni. Dýrin ferðast síðan um svæðið og mun kraginn mæla geislunina sem þau verða fyrir. Það er því lykilatriði að tegundin sem er valin ferðist vítt og breitt um Chernobyl svæðið til þess að niðurstöður fáist frá sem flestum staðsetningum.

Stærð tegundarinnar skiptir máli í þessu samhengi en þegar um litlar tegundir, líkt og refi, er að ræða er ekki hægt að nota ólar með stórum rafhlöðum. Þegar kemur að stærri dýrum er vandamálið það að þjálfaða skyttu þyrfti til að skjóta í þau deyfingu og til þess þarf ýmis leyfir frá yfirvöldum í Úkraínu sem erfitt getur verið að útvega. Það hentar því rannsóknarhópnum best að finna dýr sem getur borið stórann kraga án vandræða en er nógu lítið til þess að hægt sé að fanga það í gildrur til þess að koma kraganum fyrir.

Rannsóknin er á vegum University of Salford, UK‘s Centre for Ecology and Hydrology og Chernobyl Centre og mun standa yfir í fimm ár. Tilgangur hennar er að draga úr óvissu þegar áhætta fyrir menn og dýr er metin í tengslum við útsetningu fyrir geislavirkni og draga úr óþarfa varfærni í áhættumati, að sögn rannsóknarhópsins.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum dýrum sem nú þegar hafa sést á svæðinu:

_82546520_greywolf-imag0025

_82546524_lynx-imag0181

_82546526_przewalski'shorse-imag0375

_82546528_reddeer-imag0070

Heimild: BBC