Mynd: National Geographic
Mynd: National Geographic

Samkvæmt nýrri skýrslu á vegum World Wildlife Fund (WWF) og Zoological Society of London (ZSL) hafa stofnar sjávardýra hrunið um 49% síðan árið 1970. Þær tegundir sem menn veiða sér til matar eru enn verr staddar en til dæmis hafa stofnar túnfisks og makríls minnkað um 74% á tímabilinu.

Skýrslan sem ber heitið Living Blue Planet Report byggir á gögnum um 1.234 tegundir sjávarspendýra, fugla, skriðdýra og fiska auk gagna frá fyrri skýrslum.

Í skýrslunni kemur fram að ástæðuna fyrir fækkuninni megi rekja til manna, meðal annars vegna ofveiði og loftslagsbreytinga. Aðrir þættir sem hafa haft áhrif eru til dæmis súrnun sjávar vegna aukningu á koltvísýringi í sjónum og búsvæðaeyðing.

Í samtalið við BBC sagði forstjóri WWF International, Marco Lambertini, að mannkynið hafi neikvæð áhrif á lífríki hafsins með því að veiða fisktegundir hraðar en þær geta fjölgað sér auk þess að eyðileggja uppeldissvæði ýmissa tegunda.

Niðurstöður skýrslunnar er síður en svo jákvæðar enda reiðir mannkynið sig að miklu leiti á auðlindir hafsins. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér en í henni koma meðal annars fram tillögur að lausnum við vandanum og er ljóst að bregðast þarf skjótt við vandanum.