siloxan

Hringlaga, rokgjörn metýl siloxane-efni eru efni sem flestir notast við daglega, án þess að hafa kannski notað þessi óþjálu orð um það. Siloxane-efni eru keðjur af kísil (Si) og súefni (O) sem í þessu tilfelli mynda hring og eru einnig bundin metýl. Þessi efni eru í mörgum snyrtivörum og gera það að verkum að áferð varanna er mjúk og þær þorna fljótt. Vegna þess að efnin eru rokgjörn var það trú vísindamanna að þau gufuðu upp í andrúmsloftið þar sem þau oxuðust hratt og brotnuðu niður. Niðurstöður Marinella Farré við Spanish Council for Scientific Research sem var birt í Environmental science & tecnhology bendir þó til annars.

Efnin rjúka uppí andrúmsloftið, en þar brotna þau sennilega ekki niður heldur þéttast með rakanum í veðurhvolfinu og falla svo niður með regni eða snjó. Sýni voru tekin á Shetlandseyjum við Antartiku úr jarðvegi, plöntum sem og smádýrum í sjónum og nánast alls staðar fundust síloxön. Styrkur efnanna var svipaður og finnst á strjálbýlum svæðum í Evrópu og Norður Ameríku.

Styrkur efnanna í sýnunum sýndi neikvæða fylgni við seltu sjávar. Þetta bendir til að efnin koma til með ferskuvatni sem rennur útí hafið, svo sem bráðnuðum snjó. Þetta rennir stoðum undir þær kenningar vísinahópsins að efnin falla niður með úrkomu.

Vísindamenn við Toronto háskóla leggja til að óháð sýnataka og mæling verði gerð til að staðfesta þessa rannsókn þar sem einstaklega erfitt er að komast hjá mengun þessara efna, þrátt fyrir að ýtrustu varúðar hafi verið gætt. Enn er ekki vitað hvaða áhrif efnin hafa á umhverfið en slíkar rannsóknir eru í bígerð.

Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um rannsóknina hér.