Chile erupt

Í síðustu viku hófst risa eldgos í Cabulo á Chile. Eldfjallið hefur verið í pásu síðastliðin 43 ár en nú spýtir það gosmekki um 15 km uppí loftið. Eldgosið hefur nú þegar valdið röskunum á flugsamgöngum og 2000 manns þurftu að rýma hús sín vegna gossins, svo við Íslendingar höfum nú eitthvað til að sefa samviskubitið yfir Eyjafjallajökli.

Chile-búar og gestir þar í landi hafa varla undan á Twitter að birta myndir og myndbönd af herlegheitinum, enda um magnað sjónarspil að ræða.

Í gosmekkinum hittast litlar agnir sem fljúga uppúr jörðinni á fleygiferð, við það breytist hluti af hreyfiorku agnanna í stöðuorku sem getur orðið svo mikið að eldingar sjást í gosmekkinum. Þetta stórkostlega fyrirbæri sést á myndbandinu hér fyrir neðan en myndbandið var birt á vefsíðunni Indefinitely Wild, en þaðan er myndin að ofan einnig fengin.