ice-world

Á Íslandi geta veður verið válynd, hvort sem er að vetri til eða sumri. Þegar fréttir berast af yfirvofandi kuldaskeiðum rennur Íslendingum oft kalt vatn milli skinns or hörunds. Er á kuldann hér bætandi?

Samkvæmt erlendum vísindfjölmiðlum er hætta á að virkni sólar fari minnkandi og muni þá leiða af sér litla-ísöld. Sólin er nefnilega ekki alltaf jafnvirk, hún sveiflast í virkni í takti sem telur 10 – 12 ár. Takturinn hefur hingað til ekki verið mjög vel skilgreindur og reiknilíkön hafa ekki verið mjög nákvæm. Niðurstöður, sem kynntar foru á ráðstefnu Royal Astronomical Society, gefa skýrari mynd af þessum takti og ástæðum hans. Með þessum takti sveiflast svokallaðir sólblettir á sólinni, sem munu að öllum líkindum ná hámarki árið 2022. Sólblettir eru kaldir blettir á sólinni og útfrá því er sú niðurstaða fengin að sólin sé óvirkari á þessum tíma.

Hugmyndir um fylgni milli minnkandi virkni sólar og kólnandi yfirborðs jarðar virðast þó ekki vera á styrkum grunni reistar. Samkvæmt facebookfærslu Stjörnufræðivefjarins, þann 13. júlí 2015, eru litlar líkur á því að lítil ísöld muni hrjá okkur eftir 15 ár. Fjúff! Sömu sögu segir vísindateymið sem stendur bak við vefinn Loftslag.is.

Bæði Stjörnufræðivefurinn og Loftslag.is eru sammála að um oftúlkun á gögnum stjörnufræðingateymis við Wilcox Solar Observation sé að ræða. Í rannsókninni er leitast við að útskýra hvers vegna sveiflurnar eiga sér stað en ekki hvaða afleiðingar þær hafa á jörðina.

Samkvæmt stjörnufræðivefnum eru sólkyndlar í kringum sólblettina sem vega upp hitatapið frá köldu blettunum. Þó svo að síðasta litla ísöld hafi verið á svipuðum tíma og virkni sólar minnkaði á 17. öld þá er ekki þar með sagt að um fylgni sé að ræða. Þessu til stuðning má nefna að kuldaskeiðið á 17. öld átti sér aðallega stað í Evrópu en væri það af völdum sólarinnar hefði það átt að ná yfir alla jörðina.

Einungis tíminn mun leiða í ljós hvernig veðrið verður eftir 15 ár, vonandi verður það bara svipað og síðustu vikur hafa verið hér á klakanum.