cougarclawing

Justine Smith stýrði rannsókn á fjallaljónum (Puma concolor) í Californiu, grein þess efnis birtist í
Proceedings of the Royal Society B, í janúar 2015. Í rannsókninni var fylgst með 30 dýrum sem bjuggu á misþéttbýlum svæðum. Munur á hegðun dýranna var nokkuð mikill og virtust dýr sem bjuggu á þéttbýlari svæðum veiða oftar en dýr sem bjuggu á strjálbýlari svæðum.

Kvendýr sem bjuggu nálægt þéttbýli eyddu 42% minni tími í að éta bráð sína en til að bæta sér upp orkumissinn veiddu þær um 36% oftar. Rannsóknarhópurinn sá einnig að návígið hafði áhrif á frjósemi dýranna. Sérstaklega minnast þau á eitt kvendýr sem hafði misst 3 hvolpa á jafnmörgum árum.

Rannsóknarhópurinn veltir því fyrir sér hvort þetta sé afleiðing nálægðar við menn og að dýrin skynji á einhvern hátt aukinn ótta og streitu í því samhengi.