fluga

Breska líftæknifyrirtækið Oxitec hefur sótt um leyfi frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) til að sleppa erfðabreyttum moskítóflugum (Aedes aegypti) í Florida Keys.

Oxitec hefur þróað aðferð til að setja erfðaefnisbúta úr öðrum lífverum, t.d. kórölum og E. coli bakteríunni, í erfðaefni karlkyns moskítóflugna. Erfðabreytingin veldur því að þegar erfðabreyttar karlkyns flugur æxlast við villtar kvenkyns flugur verða lirfur þeirra ólífvænlegar. Þannig vill Oxitec reyna fækka moskítóflugum á svæðinu og koma í veg fyrir útbreiðslu tveggja veirusjúkdóma, Dengue Fever og Chikungunya, sem Aedes aegypti moskítóflugur geta borið með sér.

Oxitec heldur því fram að engin hætta stafi af þessum aðgerðum fyrir mannfólk og aðrar lífverur í ljósi þess að það eru einungis kvenflugur sem bíta.

Íbúar svæðisins eru aftur á móti ósáttir við þessar fyrirætlanir og hafa yfir 140 þúsund íbúar skrifað undir undirskriftalista á change.org í mótmælaskyni.