Everest_North_Face_toward_Base_Camp_Tibet_Luca_Galuzzi_2006

Jarðskjálftinn í Nepal þann 25. apríl síðasliðinn hafði víðtæk áhrif. Skjálftinn var 7,8 á richter og olli því að fleiri en 8.700 manns létu lífið. Skjálftinn hafði einnig áhrif á hæsta tind heims en samkvæmt kínverskum jarðfræðingum hliðraðist tindurinn um þrjá sentimetra.

Everest er hvorki meira né minna en 8.800 metra hátt og liggur milli Kína og Nepal. Við jarðskjálftann fór af stað snjóflóð þar sem 18 manns létust. Enn hefur ekki verið opnað fyrir göngur á svæðinu.

Á síðusta áratug hefur Everest færst um 40 sentimetra til norðausturs eða um það bil fjóra sentimetra á ári. Árið 2005 var eftirlitskerfi komið fyrir á toppi Everest til að fylgjast með hreyfingu hans. Tækið gerir vísindamönnum meðal annars kleift að læra meira um það hvernig jörðin losar orku og á hvaða skala hún er.