bengal tiger

Sundarbans skógurinn nær yfir landamæli Bangladesh og yfir til Indlands. Skógurinn er fullur af villtum dýrum en nú virðist bengal tígrum hafa fækkað svo mikið að hætta er talin á að dýrin deyji út verði ekkert að gert.

Frá þessu er sagt í The Guardian, en talning á dýrunum fór fram með földum myndavélum sem er nýnæmi. Fyrri talningar hafa gefið mun hærri tölur eða rétt fyrir 400 dýr. Nýjasta talningin gefur til kynna að dýrin séu ekki nema 100 á svæðinu.

Sérfræðingar við náttúrufræðistofnanir bæði í Bangladesh og Indlandi segja að nýjustu tölurnar gefi mun nákvæmari mynd af fjölda dýra en fyrri talningar og því er ástæða til að óttast útdauða dýranna og bregðast við. Tígurinn er einnig að finna víðar í Indlandi sem og Nepal, Kína og Myanmar en helsta búsvæði hans er Sundarbans skógurinn og þar hefur stærsta stofninn verið að finna.

Lesið einnig Sjötta útdauðahrina Jarðar hafin