Mynd: Zhao Chuang
Mynd: Zhao Chuang

Ný risaeðlutegund var skilgreind á dögunum þrátt fyrir að steingervingurinn hafi í raun fundist fyrir 25 árum. Tegundin hefur fengið latneska heitið Beibeilon sinensis sem merkir “kínverskur drekaungi”. Á ensku hefur steingervingurinn verið kallaður Baby Louie og fannst fannst í risaeðluhreiðri.

Tegundinni var lýst í tímaritinu Nature Communications. Hún var nokkuð svipuð fuglum í útliti og er talin hafa verið þakin fjöðrum að miklu leyti. Líklegt þykir að fullvaxta einstaklingar af tegundinni hafi vegið meira en 1.000 kíló og að hún hafi verið uppi fyrir um 100 milljón árum.

Steingervingurinn var hluti af steingervingafundi í Henan í Kína sem bændur á svæðinu uppgötvuðu á níunda og tíunda áratgugnum. Sum eggjanna voru flutt ólöglega úr landi og enduðu sum hver í Bandaríkjunum, þar á meðal Baby Louie. Steingervingnum var skilað til Kína árið 2013 og hefur nú verið greindur sem ný tegund.