311cf5f9-bb39-48f5-b6c9-1772a1ef68bf-2060x1236

Vísindamenn hafa fundið steingerving stærstu vængjuðu risaeðlunnar hingað til í norðaustanverðu Kína. Risaeðlan er skyld snareðlum sem flestir kannast við úr Jurassic Park myndunum.

Steingervingurinn er óvenju vel varðveittur og hefur það gert vísindamönnum kleift að átta sig á því hvernig fjaðramur hennar leit út.

Risaðelan hefur fengið latneska heitið Zhenyuanlong suni var um tveir metrar á lengd og var uppi fyrir um 125 milljónum ára. Zhenyuanlong suni er stærsta risaeðla sem fundist hefur með vængi og er að mörgu leiti mjög lík fuglum.

Ekki þykir líklegt að vængirnir hafi verið notaðir til flugs og er hlutverk þeirra óþekkt. Vísindamenn hafa þó getið sér til um að vængirnir gætu hafa verið notaðir til að heilla tilvonandi maka eða til að verja egg.

Grein um þessa nýju risaeðlu var birt í Scientific Reports.

c90d86d1-c317-4b69-aa25-02552cff1ba7-1020x612