Mynd: Myanmar Timber Elephant project
Mynd: Myanmar Timber Elephant project

Asíufílar eru gríðarstórar skepnur en samt með eindæmum krúttlegar. Fílar geta orðið ansi gamlir svo þó kynslóðabil þeirra sé frekar langt má hver fíll búast við að eignast þó nokkur afkvæmi yfir ævina. Ný rannsókn sem gerð var á yfir 10.000 fílum í Myanmar, á þremur kynslóðum og næstum 100 árum, leiðir í ljós að ytri aðstæður hafa sambærileg áhrif á afkvæmi fíla og áhrifin sem við sjáum á afkvæmi manna.

Fílsungar sem fæðast á erfðum tímum, þegar erfitt er að ná í fæðu og annað slíkt, eignast marktækt færri afkvæmi yfir ævina samanborið við fílsunga sem fæðast á alsnægtartímum. Á sama hátt virðast fílsungar sem upplifa erfiðleika í móðurkviði eða frumbernsku eldast hraðar en þeir sem ekki upplifðu erfiðleika. Þessar niðurstöður eru ekki ósvipaðar þeim sem vísindamenn hafa fengið við rannsóknir á mönnum og þeim áhrifum sem erfið æska getur haft á fullorðna einstaklinga.

Stresstíminn sem afkvæmin upplifðu náði allt frá meðgöngutímanum fram á upphaf æviskeiðs þeirra. Rannsóknin sýnir hversu sterk áhrif móðir getur haft á afkvæmi sitt, jafnvel áður en það kemur í heiminn. Við mannfólkið erum greinilega ekki mjög fráburgðin fílum en við reynum nú þegar að passa uppá að ófrískar konur nái til dæmis að hvíla sig vel á meðgöngu og borði bæði hollt og fjölbreytt. Það má þó að minnsta kosti segja að þetta er eitthvað sem við erum að gera rétt.