fish

Það eru kannski ekki margir fiskar sem hafa áhuga á að komast í vímu en hvort sem þeim líkar betur eða verr eru fiskar í ám í Kanada sem synda um í svo mikilli lyfjamengun að mögulega fara þeir í gegnum lífið í kókaínvímu.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var í Kanada í Grand River í suður Ontario en skólpvatn rennur útí hana. Það kom kannski ekki á óvart að eiturefni mældust í skólpvatninu sjálfu, þó það hafi verið í meira mæli en búist var við. Hins vegar kom það á óvart að eftir því sem neðar dró í ánn virtist styrkur efnanna ekki minnka. Það bendir til þess að efnin brotna ekki nægilega hratt niður. Þegar drykkjarvatn var svo skoðað var enn mælanlegt magn eiturefna í vatninu.

Grand River er notuð til að taka við hreinsuðu skólpvatni, frá heimilum sem og iðnaði á svæðinu. Mun neðar í ánn er vatn svo tekið og hreinsað til drykkjar. Það hljómar því ekki sérlega vel að eiturefni mælist í svo miklum mæli í ánni, hvað þá eftir hreinsun. Næstu skref eru að finna leiðir til að hreinsa skólpvatnið betur áður en því er sturtað útí ánna, til að auka hreinleika vatnsins sem tekið er til hreinsunar.

Þessar niðurstöður sem fengust í Kanada fær mann til að velta fyrir sér hvernig ástandið er annars staðar, til dæmis á hreina Íslandi.