Mynd: Rodger Hubbard
Mynd: Rodger Hubbard

Fæstir hafa sennilega gleymt því þegar fleiri tonn af síld drápust og rotnuðu í Kolgrafafirði, síst af öllu íbúar fjarðarins. Þessi síldardauði var með meiri umhverfisslysum sem við höfum orðið vitni af á Íslandi síðastliðin ár og margar sterkar hendur þurfti til að koma hræjunum úr fjörunni til að takmarka enn frekar skaðann.

Svo virðist vera að Íslendingar eru ekki þeir einu sem glíma við fyrirbæri á borð við þetta en nýverið varð álíka fiskdauði í skurðinum sem aðskilur Long Island og Manhattan í New York. Eins og við þekkjum því miður af eigin raun er aðkoman ekki kræsileg, í skurðinum fljóta um deyjandi og rotnandi fiskar með tilheyrandi ólykt en svo virðist sem skurðurinn hafi fyllst á mjög stuttum tíma.

Enn sem komið er er ekki vitað með vissu hvað veldur. En á sama hátt og við höfum velt vöngum yfir síldardauðanum í Kolgrafarfirði eru ýmsar getgátur á lofti, m.a. þær að þarna hafi orðið skyndilegur súrefnisskortur, mikil mengun eða aðkoma rándýra sem hefur rekið fiskana í stórum torfum inní skurðinn.

Þó orsakirnar verði kannski ekki staðfestar strax er spurning hvort góðhjartaðir Íslendingar skreppi ekki til New York að segja þeim hvernig best er að losa sig við líkin. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig skurðurinn hefur fyllst af fiski.

Fjallað er um málið í The East Hampton Star og
Newsday