Mynd: Elston Hill
Mynd: Elston Hill

Það eru fá dýr í dýraríkinu sem stunda einkvæni og er eru mörgæsir meðal þeirra. Klettahopparar (Eudyptes chrycocome) eru ein tegunda mörgæsa sem stundar einkvæni en pörin eyða þó ekki miklum tíma saman eða aðeins um þremur mánuðum á ári.

Yfir vetrartíman eru kynin aðskilin og tekst, þótt ótrúlegt megi virðast, að finna maka sinn aftur á vorin þegar komið er að fengitímanum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í Biology Letters.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru pörin saman í um 20-30 daga yfir fengitímann, tvo til þrjá daga á meðan á útungun stendur og loks allt að 70 daga á meðan ungarnir vaxa úr grasi. Leiðir paranna skilja síðan í þær vikur sem fuglarnir fella fjaðrir sínar og hittast þau jafnvel ekki neitt á því tímabili. Þegar því er lokið fara mörgæsirnar að fæðu stöðvum í hafinu frá apríl fram í október. Ekki er vitað hvort pörin hittast nokkuð á því tímabili eða hvort kynin séu alveg aðskilin.

Í rannsókninni voru 10 pör klettahoppar á New Island á Falklandseyjum fylgt eftir með því að koma fyrir staðsetningartækjum á fótleggjum þeirra í mars og apríl 2012. Vísindamönnunm tókst að endurheimta 16 af þeim 20 staðsetningartækjum sem þeir komu fyrir í oktober 2012 og byggja niðurstöðurnar á þeim rannsóknum.

Í ljós kom að ameðalfjarlægð milli einstaklinga í pari yfir vetrartímann var 595 kílómetrar.

Svo vill til að þau svæði sem mörgæsirnar halda sig á yfir vetrartímann eru frekar svipuð en kynin virðast fara af stað á ólíkum tímum. Kvenfuglarnir voru í hafinu 12 dögum lengur en karlfuglarnir. Auk þess fóru þau frá landi sex dögum á undan karlfuglunum og komu þangað aftur sex dögum seinna en karlfuglarnir. Þetta útskýrir þó ekki af hverju þau geta ekki hreinlega farið af stað á sama tíma og verður sú ráðgáta líklega óleyst í einhvern tíma til viðbótar.