quadruplerainbow

Flestir hafa séð tvöfalda regnboga á himninum og hver man ekki eftir double rainbow myndbandinu? Það eru þó ekki margir sem geta státað sig af því að hafa séð fjórfaldann regnboga. New York búar voru þó svo heppnir þann 21. apríl síðastliðinn eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem Amanda Curtis tók.

Grunnsemdir vöknuðu um að myndin væri fölsuð, enda ekki á hverjum degi sem fjórir regnbogar sjást samtímis. Veðurfræðingur hjá bandarísku hafrannsóknarstofnunni, Paul Neiman, telur að myndin sé raunveruleg og útskýrir fyrirbærið á Facebook síðu sinni.

Heimild: IFL Science