flying-mob_1024

Þessari mögnuðu mynd náði aðstoðarprófessor við Scripps Institution of Oceanography, Octavio Aburto. Myndin var tekið í nánd við Kaliforníuflóa og er af djöflaskötu.

Djöflaskötur geta svifið í loftinu í allt að nokkrar sekúndur áður en þær lenda aftur í sjónum. Ekki er vitað hvers vegna sköturnar sýna þessa hegðun en vísindamenn hafa getið sér til um að það kunni að vera hluti af mökunarháttum, aðferð til fæðuöflunar eða hreinlega skötunni til skemmtunar.

Fleiri ljósmyndir efitr Aburto má sjá á heimasíðu hans hér.

Heimild: ScienceAlert