o-red-plastic-cups-facebook

Ný lög í Frakklandi banna glös, bolla og diska úr plasti þar í landi og verður skylda að einnota borðbúnaður geti verið brotinn niður í safnhaugum og sé gerður úr efnum af náttúrulegum uppruna. Þetta kemur í kjölfar þess að lög voru sett fyrr á árinu um að stórmarkaðir þyrftu að gefa óseld matvæli til góðgerðasamtaka og að einnanöta plastpokar voru bannaðir.

Lögin taka ekki gildi fyrr en árið 2020 og eru liður í stefnu landsins að berjast geg loftslagsbreytingum. Þó margir séu ánægðir með nýju lögin eru ekki allir sem telja þau vera góða hugmynd.

Meðal þeirra sem mótmæla lögunum eru samtökin Pack2Go sem telja lögin brjóta gegn reglum Evrópusambandsins um frjálst vöruflæði. Samtökin, sem eru samtök umbúðaframleiðenda í Evrópu, segjast ætla að berjast gegn lögunum og hvetja framkvæmdastjórn ESB til að höfða mál gegn þeim.

Eamonn Bates, aðalritari samtakanna, segir að engar sannanir séu fyrir því að efni af náttúrulegum uppruna séu betri fyrir náttúruna en plast. Hann telur að nýju lögin gætu gert sorpvandann verri því líklegt sé að neytendur misskilji hversu vel efnin brotni niður í náttúrunni og séu því líklegri til að henda þeim ekki í sorptunnur. Þannig telur hann að staðan staðan geti orðið enn verri en í dag.