Mynd: AFP-Jiji
Mynd: AFP-Jiji

Nýbirt skýrsla African Elephan Status varpar ljósi á stöðu fíla í Afríku og hún afar slæm. Á síðustu 10 árum hefur fílum í heimsálfunni fækkað um 111.000, helsta ástæðan fækkunarinnar er veiðiþjófnaður.

Veiðiþjófnaður hefur lengi ógnað fílastofnum vegna markaðar fyrir fílabein. Á hverju ári eru 30 til 40 þúsundir fíla drepnir ólöglega og er nú talið að aðeins um 400.000 fíla séu eftir.

Skiptar skoðanir eru á því hvernig sé best að leysa fílabeinsvandann en fundir hófust um það í gær hvernig sé best að vernda fílana til framtíðar.

Það er þó ekki aðeins veiðiþjófnaður sem ógnar fílum Afríku heldur spilar búsvæðaeyðing einnig stórt hlutverk. Skipulagsverkefni landa í Afríku eru meðal stærstu þátta sem hafa áhrif á búsvæði fílanna, sér í lagi í Mið- og Austur-Afríku.

Á ákveðnum svæðum heimsálfunnar eru fréttirnar betri, til dæmis hefur fílum í Suður-Afríku, Namibíu og Úganda fjölgað. Auk þess hefur verndunarstarf í bæði Kenya og Botswana skilað sér í stærri búsvæðum fyrir tegundina.