Mynd: The Boston Globe
Mynd: The Boston Globe

Skrítnir atburðir halda áfram að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Í þetta sinn eru þeir að gerast í Kaliforníu, nánar tiltekið í borginni Santa Clara.

Á laugardagsmorgun byrjuðu götur borgarinnar að fyllast af froðu sem náði þó nokkuð hátt og þakti göturnar, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Í ljós kom að froðan lak frá Mineta San Jose flugvellinum og er hluti af eldvarnarkerfi hans. Froðan gegnir því hlutverki að kæla og kæfa eld sem brýst út sem í þessu tilfelli hafði ekki gerst. Froða flæddi því um götur borgarinnar yfir menn, dýr og gróður.

Því miður er þessi froða ekki alveg skaðlaus, en í miklu magni er hún krabbameinsvaldandi fyrir menn og því er mikilvægt fyrir þá sem komust í tæri við hana að skola hana vel af sér og jafnvel leita sér læknisaðstoðar. Hins vegar er ekki alveg vitað hvaða afleiðingar svona slys getur haft fyrir gróður en að öllum líkindum eru þau ekki með öllu jákvæð.

Fjallað var um málið á KTVU Fox 2 en þar má sjá ansi mögnuð myndbönd af atburðinum.