Mynd: Vefsíða Reykjavíkurborgar
Mynd: Vefsíða Reykjavíkurborgar

Dagana 17.-23. október stendur yfir Fuglavika í Reykjavík. Fuglavikan er samstarfsverkefni Fuglaverndar og Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og á meðan á henni stendur verður boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði sem tengjast fuglalífi borgarinna.

Á vefsíðu Fuglaverndar kemur fram að markmið fuglavikunnar sé “að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina árið um kring”. Þetta er því viðuburður sem engin fuglaáhugamaður má láta framhjá sér fara og má finna dagskrá og nánari upplýsingar á vefsíðu Fuglaverndar og vefsíðu Reykjavíkurborgar.