Beluga_Whale_8907

Á hverju ári safnast þúsundir hvala af tegundinni Delphinapterus leucas, eða mjaldrar, saman í Hudson Bay við Kanada. Ekki er vitað hvers vegna mjaldrarnir koma saman á þessum stað en viðburðurinn á sér stað á hverju ári á um mánaðatímabili í lok júlí fram til loka ágústs.

Vísindamönnum þykir líklegt að margir þættir spili þar inn í en meðal annars er talið að það sé vegna þess að sjórinn á svæðinu er svo grunnur að háhyrningar komast ekki að dýrunum.

Á meðan á dvölinni stendur hafa hvalirnir hamskipti, éta, æxlast og hvíla sig.

Þökk sé tækninni er hægt að fylgjast með þessum óvenjulegu hvölum í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu Explore. Einnig er að finna nokkrar upptökur frá Explore hér að neðan.Broadcast live streaming video on UstreamBroadcast live streaming video on UstreamBroadcast live streaming video on Ustream

Heimild: IFLScience