Mynd: Tamil Nadu Police
Mynd: Tamil Nadu Police

Sá óvenjulegi atburður átti sé stað síðastliðinn sunnudag í bænum Tamil Nadu á Indlandi að V. Kamraj lést eftir að hafa fengið, að því er virðist, lofstein í höfuðið.

Ekki hefur verið staðfest að um loftstein hafi verið að ræða. Að sögn PK Senthilkumari, lögreglustjóra Vellore lögreglunnar, fannst lítill steinn þar sem Kamraj lést og hafa vísindamenn verið beðnir að rannsaka hann nánar.

Á vefsíðu BBC er greint frá því að Kamraj hafi verið við stöf á lóð Bharathidasan Engineering College þegar atvikið átti sér stað og varð hávær sprenging þegar steinninn féll til jarðar. Líkt og sjá má á myndinni hér að neðan sjást dældir í jörðinni þar sem atvikið átti sér stað. Kamraj slasaðist alvarlega við höggið og lést á leiðinni á sjúkrahús.

_88172579_5f3b0134-cf1a-4b74-9887-95cf6edb549e

Ef rétt reynist væri þetta í fyrsta skipti í um 200 ár að manneskja lætur lífið af völdum loftsteins. Síðasta tilfelli er sagt hafa átt sér stað árið 1825 á Indlandi, samkvæmt lista sem International Comet Quarterly tók saman.